Tilgangur félagsins er að:

  • Efla samvinnu og samheldni meðal meistara & Sveina í hársnyrtiiðn.

  • Eiga samstarf við hliðstæð samtök erlendis.

  • Leggja áherslu á að menntun starfsfólks og stjórnenda í greininni sé eins góð og kostur er og að hún stuðli að eðlilegri þróun og falli að þörfum greinarinnar.

  • Stuðla að félagslegum og faglegum framförum í greininni með upplýsinga- og fræðslustarfsemi, sýningum og keppni.

  • Vera málsvari félagsmanna út á við og varðandi mál sem varða hagsmuni þeirra og opinbera umfjöllun.

Stjórn félagsins

  • Andri Týr Kristleifsson

    FORMAÐUR

    Andri Týr Kristleifsson, eigandi Rakarastofunar Herramenn. Byrjaði að læra árið 2003 og kláraði sveinspróf 2007. Kláraði meistaraskólann árið 2008 og svo kennsluréttindi 2012.

  • Katrin Sif Jonsdottir

    MEÐSTJÓRNANDI

    Katrin Sif Jónsdóttir er Hársnyrtimeistari og einn af eigendum Sprey Hárstofu. Opnaði stofuna 2009 og kláraði meistaranám 2019.

  • Margrét Ósk Brynjólfsdóttir

    RITARI

    Margrét Ósk Brynjólfsdóttir eigandi MIO MIO. Byrjaði í hársnyrtinámi 2008 og kláraði sveinspróf 2012. Kláraði svo Meistaraskólann 2021.

  • Elvar Logi Rafnsson

    GJALDKERI

    Hársnyrtimeistari síðan 2005 og eigandi Kompaníisins síðan 2007. Fanola Global Ambassador

  • Halldóra Jónsdóttir

    MEÐSTJÓRNANDI

    Eigandi Lúx Hár og Förðun. Kláraði sveinspróf árið 2000 og meistaranám 2014

Hafa samband

Ertu með einhverjar spurningar varðandi félagið eða skráningu?