Mín framtíð 2025
Við erum á fullu að undirbúa Mín Framtíð 2025 sem fer fram í höllinni þann 13-15 mars næstkomandi!
Áætlað er að um 10.000 manns láti sjá sig og því langar okkur að gera alvöru sýningu úr þessu.
Keppt verður í
Fantasíu 1-3 bekkur. Þema Víkingar
Fantasíu 4-6 bekkur. Þema Bridgerton
Dömutískulína & Litun
Herratískulína
Uppgreiðsla - Brúðargreiðsla
Greiðsla á síðu hári. Niður/Slegið
Aðaldómari verður enginn annar en Gréta Ágústsdóttir
Þetta verður þvílík veisla